8.11.10

Tælensk linsu- og kartöflusúpa

Tælensk linsu- og kartöflusúpa
  • 1/2 laukur
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 tsk red currypaste (gott frá thai-choice, gott að eiga í ískápnum)
  • 1 tsk rifið engifer
  • 2 dl rauðar linsur
  • 6dl vatn
  • 1 grænmetisteningur
  • ca. 1 1/2 dl kókosmjólk
  • 2 tómatar
  • 1 meðalst.kartafla
  • 1 lime
  • 1 rautt chili
  • salt
  • kóríander
  • Gott að bæta út í 2 limeblöðum eða sítrónugras ef maður á til

Gera:
Hellið olíu í pott, setjið út í lauk, hvítlauk og chili, steikið í ca. 2 mín. Bætið svo linsum,kartöflum og tómötum út í og steikið í 1-2 min. í viðbót, hellið þá yfir soðinu (vatnið og teningurinn) Fáið upp suðu, og látið svo sjóða í nokkrar mínutur og lækkið svo aðeins undir og látið malla. Rífið smátt börkinn af lime út í og notið svo líka safann úr því, ca. 1-2msk. Látið kókosmjólkina og engifer út. Látið ca. lúkufylli af kóríander út í. Saltið aðeins. Malla aðeins. Bera svo fram með kórander ofan á. Einnig er gott að rista möndluflögur, og dreifa yfir. Verði ykkur að góðu!

Það er líka hægt að bæta grjónum út í afganginn og láta inn í tortillu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home