26.3.10

Frönsk gúllassúpa úr þrítugsafmæli Sigrúnar

400 g nautakjöt í bitum
2 msk matarolía
1 laukur
1 búnt steinselja
2 msk tómatmauk
1 tsk timjan
salt og svartur pipar
2 lárviðarlauf
2 dl rauðvín
8 dl kjötsoð (vatn og 2 teningar)
2 gulrætur
4 meðalstórar kartöflur
1 blaðlaukur
100g sveppir
3 sneiðar beikon
2 hvítlauksrif

Aðferð:
1. Brúnið kjötið í olíunni í potti
2. Saxið laukinn og steinseljuna með stilkunum. Bætið út í pottinn lauki, steinselju (geymið smávegis til að skreyta með), tómatmauki, timjani, salti, pipar, lárviðarlaufi, rauðvíni og kjötsoði og látið sjóða við vægan hita í 50 mínútur.
3.Flysjið kartöflurnar og skerið þær og gulrætur í bita. Setjið gulrætur og kartöflur út í súpuna og látið sjóða í 15 mínútur.
4. Sneiðið blaðlauk og sveppi og léttsteikið ásamt beikoni. Setjið út í súpuna ásamt pressuðum hvítlauknum. Látið sjóða í nokkrar mínútur. Kryddið ef með þarf.
5. Stráið afgangnum af steinseljunni yfir súpuna rétt áður en hún er borin fram.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home