14.8.09

Bananamuffur Sigrúnar Helgu

Mmmmmm, ég fæ bara vatn í munnin af því að senda þér uppskriftina! Enjoy :)

Stórfenglegar banana- og súkkulaðibitamúffur
200 gr. hveiti
1 ½ tsk. lyftiduft
150 gr. sykur
1 egg
125 gr. smjör, bráðið
3 msk. mjólk
½ tsk vanilluessens (vanilludropar)
3 bananar, vel þroskaðir (má líka setja minna þroskaða banana í örbylgjuofn í 1-2 mín).
100 gr. súkkulaðidropar/bitar (ég nota Síríus konsúm mmm...)

Ofninn er hitaður í 180 gráður. Hveiti, lyftiduft og sykur hrært saman í skál. Egg, smjör, mjólk og vanilluessens hrært saman í annarri skál og síðan blandað saman við en reynt að hræra sem minnst. Bananarnir stappaðir með gaffli og hrært saman við ásamt súkkulaðidropunum. Skipt á 12 smurð eða pappírsklædd múffuform (ég á sílíkonform, nema hvað) og bakað í 25-30 mínútur (í mínum ofni eru 22-23 mínútur nóg), eða þar til múffurnar eru gullinbrúnar og hafa lyft sér vel.

2 Comments:

Blogger SigrunSt said...

Hvernig er hægt að byrja daginn betur en baka bananamúffur ég svindlaði á uppskriftinni um daginn og notaði bara 50g af súkkulaði konsum appelsínu (eina sem var til) og setti pekanhnetur í staðinn. Svo ku vanilludropar vera uppseldir svo ég notaði vanillustöng (fræin sko). Í dag er ég að pæla í að taka tryllta apann og bæta bláberjum sem ég tíndi í gær út í...

9:42 f.h.  
Blogger Dagny Ben said...

Namminamminamm :)

10:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home