6.10.04

Spínatfylltar kjúklingabringur

Fyrir 6

6 stórar kjúklingabringur
1 box maskarpone ostur eða fetaostur án krydds
1 poki ferskt spínat
Hvítlaukur
olívuolía
sítrónusafi úr 1 sítrónu
oreganó
2-3 beikonsneiðar vafðar utan um hverja bringu


Aðferð:
Setjið væna lúku af spínati ásamt osti og hvítlauk (2-3 rif má samt vera meira bara eftir smekk) í pott og bræðið saman við vægan hita. Skerið gat inn í bringurnar og setjið spínat blönduna inn í bringurnar. Ef það gengur illa með handafli getur verið gott að setja blönduna inn í rjómasprautupoka (svona gamaldags) og koma fyllingunni þannig inn í bringurnar. Lokið fyrir gatið á bringunni með tannstöngli. Vefjið beikon utan um bringurnar. Setjið bringur í eldfast mót og hellið yfir þær olíu, sítrónusafa og oreganó og hvítlauk. Bakið í ofni í 40-50 mínútur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home