3.3.05

Skelfisksúpa ilmandi af karrý og kókos

1 l vatn
1 dl hvítvín /mysa
1/3 lítill blaðlaukur (græni hlutinn)
1 gulrót
1 msk tómatmauk
1 stk sellerístilkur
1 hvítlauksgeiri
1 ½ tsk madraskarrý
2 stk fiskteningar (knorr)
4 stk súputeningar (maggi) eða kjötteningur
2 dl rjómi
1 dós kókósmjólk
Salt og pipar

Fiskur
100 g skelflettur humar
100 g rækjur
100 g hörpuskel
(ég nota líka fisk t.d. lúðu og svo krabbakjöt kallast held ég surimi sleppi þá e-u ofantöldu þarf alls ekki að vera allt)

Grænmeti í súpu:
½ paprika
½ búnt steinselja

Grófsaxið grænmetið og steikið í olíu ásamt karrýi og tómatmauki. Bætið vatni og hvítvíni ásamt teningum og hvítlauk. Látið sjóða í 15 mín. Bætið kókósmjólkinni í og bragðbætið með salti og pipar. Setjið rjómann í ásamt skelfisknum, paprikunni og steinseljunni. Látið sjóða í 2-3 mínútur.

Snittubrauð með hvítlaukssmjöri

Hvítlaukssmjör
200 g smjör
1 msk hvítlaukur
1 msk pestó
1 tsk dijon sinnep
1 msk söxuð steinselja
Salt og pipar

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home