6.10.04

Unaðsleg ostakaka

1 pakki hafrakex (Haust)
150 g smjör
1 box rjómaostur (400 g)
200 g flórsykur
safi úr 1/2 sítrónu (meira ef vill)
1 lítri rjómi þeyttur
1 egg
2 box jarðaber
hlaup

Uppskriftin dugir í tvö form.

Hafrakex mulið í botninn og bleytt í með smjörinu. Gott að setja í frysti í örstutta stund. Rjómaostur og flórsykur þeytt saman í hrærivél og sítrónusafi til að bragðbæta og taka vemminuna úr kreminu (ég notaði talsvert meira hálfa sítrónu og 1 lime). Rjómi þeyttur sér blandað saman og eggi bætt við. Fryst yfir nótt. Hálf jarðaber sett yfir alla kökuna og hlaup sett varlega yfir jarðaberin. Kælt í ísskáp í a.m.k. klukkustund.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home