14.8.09

Brokkólífiskur Andreu

Já mar, gamla góða gullufisksuppskriftin er góð á mánudagskvöldum :) Ótrúlega retró heimilisfræðistemmning sem er eitthvað soldið mömmuleg. Hljómar ca svona:

1. Fiskur settur í fat (t.d. ýsa eða þorskur)

2.Allt grænmeti sem er til á heimilinu sett ofaná (t.d. brokkólí, gulrætur, sveppir, papríka, laukur osfrv). Það má steikja það fyrst á pönnu með t.d. hvítlauk ef maður vill en stundum nenni ég því ekki og set það bara í beint í fat versgú sem virkar bara fínt.

3. Svo bræðir maður piparost í potti með mjólk og kryddar með hvítlauk og e.t.v. smá krafti.
Svo hellir maður sósunni yfir fiskinn og grænmetið og setur rifinn ost yifr.

4. Skellt inn í ofn á ca 180 eða svo þar til allt heila klappið er eldað skiluru.
Borið fram með hrísgrjónum, e.t.v salati og brauði.

p.s. eða ef það er mánudagur og ekkert til þá má setja bara þá osta sem til eru á heimilinu, t.d. rjómostur, smurostur, camembert osfrv og hvítlauka þetta og krydda í drasl. Það er líka hægt að taka twist á þetta með mismunandi kryddi. Gulla setur t.d. stundum karrý og gerir karrýútgáfu, lætur þá stundum ananas í þetta sem er líka gott.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home