14.8.09

Geggjuð döðlukaka- sem ekki þarf að baka

Heilsusamlegur eftirréttur. Kakan flokkast undir hollt nammi (úr fréttablaðinu 8.-9. ágúst 2009)
500 g döðlur
60-70g kókosolía
50-100 g Síríus suðusukkulaði, brytja
1 bolli haframjöl (1 bolli = 2 1/2 dl)
2 bananar
kókosflögur

Döðlurnar eru hitaðar í potti og maukaðar. Stappaðir bananar sett út í ásamt haframjöli og kókosolíu. Maukið sett í eitt stórt form eða tvö lítil og haft í kæli (eða frysti) í smá tíma. Síðan er kókosflögum, ferskum jarðaberjum og brytjuðu suðusúkkulaði sett ofan á og kakan borin fram með þeyttum rjóma.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home