20.4.10

Hnetusmjörsdraumur - alls ekki fyrir Úur

Hér kemur uppskrift af hnetusmjörsköku (glúteinlaus - ekkert mjöl í henni) sem mér þykir afar góð. Hún er sérlega fljótleg.


200 gr kókosmjöl
80-90 gr agave sýróp
4-5 msk gróft lífrænt hnetusmjör (venjulegt hnetusmjör - amk það sem ég hef rekist á hér í búðum - inniheldur herta fitu (ekki gott!) og sykur (ekki heldur gott:)
2 msk KALDPRESSUÐ kókosolía (setja krukkuna í 38 gráðu vatnsbað og þá verður hún fljótandi mjög fljótt)


Allt sett í matvinnsluvél og blandað vel saman. Sett í eldfast hringlaga mót (pressað niður í mótið með höndum eða sleif) og inn í frysti.

Kremið:

1 plata af lífrænu 70% súkkulaði eða bara venjulegt 70 % súkkulaði
1/2 dl rjómi ca.

Þetta tvennt brætt saman voða rólega á lágum hita.


Sett á kökuna og hún svo geymd í frysti. Geymist þar lengi lengi og þið getið fengið ykkur bita og bita þegar þannig liggur á ykkur.

Bestu kveðjur og gangi ykkur vel

Ebba

p.s. Kókosolían má verða fljótandi og hörð til skiptis. Ég nota mína mjög hratt til að steikja upp úr (hún er mjög hitaþolin) og í alls kyns hráfæðirétti og "semí" hráfæðirétti eins og þessa köku hér fyrir ofan:) og geymi hana því aldrei í ísskáp. Ég er svo með aðra krukku inni á baði og hana nota ég sem krem á líkamann eftir sturtu/sund og nota einnig kókosolíu til að taka af mér farða á kvöldin. Kókosolían er náttúrulega sveppadrepandi og bakteríudrepandi.

1 Comments:

Blogger SigrunSt said...

þetta er sko tryllt gott

10:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home