29.3.10

Kylling/kokos suppe

300 g kjúklingabringur (skornar í þunna strimla)
Safi af 2 lime
1 rauður chili (fræhreinsaður og skorinn í litla bita)
50 g rifinn engifer (með safanum)
25 g strásykur
3 msk fiskisósa
2 hvítlaukslauf (pressuð)
1 msk Masman karry-pasta
1 dós kókosmjólk
1,5 bolli vatn eða kjúklingakraftur
Fersk kóríanderblöð

Hitið olíu í potti, steikið karrý-pastað með hvítlauknum.

Blandið við limesafann, engifer og chili og hrærið vel í.

Bætið við kókosmjólkinni og vatninu, og kjúklingnum. Sjóðið í ca 3 mín.

Hrærið sykurinn og fiskisósuna saman við og smakkið til með salti og pipar.

Hellið í skálar og skreytið með ferskum kóríanderblöðum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home