29.3.10

Gulrótarsúpa Írisar

60 g smjör
750 g gulrætur
1 laukur
1 hvítlauksrif
10 cm engifer
3 sellerístilkar
salt og pipar
1 L grænmetissoð
1 msk hunang
1 lárviðarlauf
125 mL rjómi eða ein dós af sýrðum rjóma
Ferskt kóríander eða steinselja til skrauts

Gera: Smjörið er brætt og smátt skorinn laukur, hvítlaukur, engifer, sellerí og gulrætur sett í smjörið og hitað vel í 20 mín eða nógu lengi til að gulræturnar verði mjúkar. Þá er soði bætt út í, hunangi, lárviðarlaufi, salt og pipar og súpan soðin í 10 mín eða svo. Þá er lárviðarlaufið fjarlægt og súpan maukuð. Ef vill má þynna hana aðeins með vatni og bæta svo rjóma út í og hita að suðu, bera svo fram með smátt skornu kóríander eða steinselju. Það má einnig sleppa rjómanum en bera hana þess í stað fram með vættni slettu af sýrðum rjóma auk kryddjurta.

Áfram með sjörið!

kv. Íris.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home