26.3.10

Hart skorpubrauð frá tengdó

5 dl. kalt vatn í kitchenaid hrærivélaskálina - nota K spaðann og setja vélina í gang á hægustu stillingu.
Smátt og smátt út í 9 - 9.5 dl. hveiti.
þá 1 bréf ger
og 2 tsk salt og hræra kröftuglega.
síðan ólífuolíuber ég hendurnar,
tek á þessu mjúka deigi og mynda kúlu, plastfilmu yfir og á kaldan stað í 5 tíma.
taka út,
forma 3 löng brauð og láta jafna sig í hálftíma.
Síðan í ofn, á heitustu stillingu, um leið og þú setur plötuna inn á að skvetta ausu fullri af vatni á ofnborninn og loka. 8 mín., þá lækka hitann í 200 í 18 mín.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home