29.3.10

Nautakjöt með kasjúhnetum og ostrusósu (Guðrún Jóns)

300 g nautakjöt , meyrt, t.d. lundir
2 msk jarðhnetuolía
2 cm engiferbiti , rifinn eða saxaður smátt
2 hvítlauksgeirar , saxaðir smátt
1 blaðlaukur , skorinn í þunnar sneiðar
1 paprika , fræhreinsuð og skorin í ræmur
100 g sykurbaunir
100 g kasjúhnetur
100 ml vatn
5 msk ostrusósa
3-4 msk hrísgrjónavín eða þurrt sjerrí

Leiðbeiningar
Kjötið skorið í örþunnar sneiðar. Wokpanna hituð vel, 1 msk af olíu sett á hana og síðan engiferinn og hvítlaukurinn. Veltisteikt í 15 sekúndur en þá er kjötinu bætt á pönnuna, nokkrum sneiðum í senn, og veltisteikt í um 1 mínútu hver skammtur. Tekið upp með gataspaða og sett á disk. Afgangurinn af olíunni settur á pönnuna og grænmetið sett á hana, fyrst blaðlaukurinn, þá paprikan og loks baunirnar og hneturnar, og veltisteikt við háan hita í 2-3 mínútur. Tekið upp með gataspaða og sett á annan disk. Vatninu hellt á pönnuna og látið sjóða í 1 mínutu. Ostrusósu og víni hrært saman við og þegar suðan kemur upp er kjötið og grænmetið sett aftur á pönnuna og veltisteikt í 1 mínútu, eða þar til allt er heitt í gegn og þakið sósu. Borið fram strax með soðnum hrísgrjónum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home