23.4.10

Chilli con carne

1 kg nautahakk
3 msk olía
3 laukar saxaðir
5 hvítlauksgeirar
3 msk milt chilliduft
2 msk paprikuduft
2 msk kummin
1 msk oregano
1/2 tsk kanell
nokkur meðalsterk chillialdin fræhreinsuð og söxuð
1 græn paprika söxuð
1 rauð paprika söxuð
700 g tómatar saxaðir
1 dós tómatmauk (puré)
2 flöskur af léttöli
salt
2 dósir nýrnabaunir
e.t.v. cayennepipar

Aðferð:
olían hituð og laukurinn og hvítlaukurinn látinn malla í nokkrar mínútur. Hitinn hækkaður dálítið, kjötið sett út í og búnað. Chilliduft, paprikuduft, kummin, oregano og kanell sett út í og látið malla í 5-10 mín. Þá er chillialdin, paprikan, tómatarnir og tómatmaukið og ölið sett út í. Saltað og látið malla í opnum potti í um 2 klst en gætið þess að vökvinn gufi ekki alveg upp. Smakkað og e.t.v. kryddað með cayennepipar. Baunirnar hitaðar og bornar fram með (ég set þær út í kássuna). Með þessu mætti bera fram rifinn ost, grænt salat, tortilluflögur, sýrðan rjóma, saxaðan lauk, lárperur og súrsuð jalpeno aldin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home