8.11.10

Döðlukaka

Uppskriftin af Döðlu-súkkulaðikökunni er úr Gestgjafanum (13. tbl 2007, bls 32).

Kaka:

250 g döðlur

3 dL vatn

1 tsk matarsódi

100 g smjör, mjúkt

130 g púðursykur

2 egg

150 g hveiti

120 g súkkulaði, saxað

Hitið ofninn í 180 °C. Setjið döðlur í pott ásamt vatni og látið suðuna koma upp. Látið bíða í 5 mín. Stráiðð matarsóda yfir. Maukið í matvinnsluvél eða sláið kröftuglega saman. Hrærið saman smjör og sykur, bætið eggjum út í, fyrst öðru svo hinu, hrærið vel saman. Bætið döðlumauki út í ásamt hveiti og súkkulaði og blandið vel. Setjið deigið í smurð form og bakið í 25-30 mín.

Sósa:

120 g smjör

100 g púðursykur

1/2 tsk vanilludropar

3/4 dL rjómi

Blandið öllu saman og látið sjóða í 5 mín. Berið kökuna fram heita eða volga með heitri sósunni og vænum slurk af þeyttum rjóma.

Njótið vel!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home